Námskeið

Matís er stærsta rannsóknafyrirtæki landsins á sviði matvælarannsókna.

Starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af rannsóknum á matvælum, því er þekking og reynsla á þessu sviði meginstyrkur fyrirtækisins. Matís leggur ríka áherslu á að miðla þessari þekkingu til matvælaiðnaðar á Íslandi. 

Boðið er upp á vönduð og hagnýt námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Vinsamlegsta hafið samband og leitið tilboða í námskeið hjá Matís.

Umsjón með námskeiðum hafa Margeir Gissurarson og Óli Þór Hilmarsson.

Hér fyrir neðan finnur þú hluta af þeim námskeiðum sem Matís býður upp á. Matís tekur ávallt mið af aðstæðum viðkomandi fyrirtækis, s.s. tegund vinnslu, fjölda starfsfólks o.s.frv.

Næstu námskeið  (fræðsluvefur Matís)