Neytendalisti Matís

Hjá Matís eru stundaðar ýmsar rannsóknir sem flestar snúast um matvæli á einhvern hátt. Tilgangur neytendalistans er að auðvelda Matís ohf. að hafa samband við fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í rannsóknum á vegum fyrirtækisins.

Þátttaka neytenda getur t.d. falist í:

  • Rýnihópavinnu þar sem rætt er um matartengd málefni eða vörur sem eru í þróun.
  • Könnunum þar sem þátttakendur meta vörur heima.
  • Viðhorfskönnunum um matartengd málefni á netinu.
  • Könnunum eða mati á vöru í húsnæði Matís að Vínlandsleið 12.

Þátttakandi á póstlista getur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um viðkomandi verði fjarlægðar af listanum.

Eftirfarandi þættir eiga við um allar rannsóknir Matís:

  • Þátttakendur njóta fyllsta trúnaðar.
  • Nöfn þátttakenda koma hvergi fram birtingum niðurstaða.
  • Þátttakendum er alltaf í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í viðkomandi rannsókn.
  • Unnið verður með öll gögn í samræmi við persónuverndarlög.

Skráning fyrir neytendalista Matís

Upplýst samþykki fyrir neytendalista Matís

Tilgangur neytendalistans er að auðvelda Matís ohf. að hafa samband við fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í rannsóknum á vegum fyrirtækisins. Með því að skrá þig á neytendalista Matís samþykkir þú að gögn sem þú gefur upp við skráninguna séu geymd hjá Matís. Þessi gögn verða notuð þannig að fyrir hverja rannsókn sem krefst þátttöku neytenda verða einstaklingar valdir af listanum, haft verður samband við þá og þeim boðið að taka þátt í viðkomandi rannsókn. Einstaklingum er alltaf í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í rannsóknum á vegum Matís og geta hætt þátttöku í rannsóknum hvenær sem er og án eftirmála. Persónugögn verða undir engum kringumstæðum send til þriðja aðila og ávallt er unnið samkvæmt persónuverndarlögum um meðferð persónuupplýsinga. Þátttakendur geta hvenær sem er, og án eftirmála, skráð sig af neytendalista Matís. Fyrir afskráningu skal senda tölvupóst á neytendur@matis.is.