Aðferðir við skynmat

Skynmatsaðferðir eru margvíslegar og er það háð tilgangi skynmatsins hverju sinni hvaða aðferðir eru notaðar.

Aðferðirnar má flokka á mismunandi vegu:
Próf sem miða að því að komast að því hvort sýni eru lík eða ólík. Er mismunur á milli sýna?

Algengustu mismunarpróf eru paraður munur (ISO- 5495),
þríhyrningspróf (ISO-4120), duo-trio próf, röðunarpróf (ISO-8587)

Mismunarpróf. Eru mest notuð þegar verið er að skipta út ákveðnum efnum í framleiðslu, verið er að líkja eftir vöru eða komast þarf að því hvort frekari prófanna er þörf. Próf sem lýsa í hverju mismunur er fólginn og hversu mikill hann er.

Umsagnarpróf. Til þessara prófa er svonefnd gæðaflokkun þar sem matvæli eru flokkuð annað hvort eftir heildargæðum (grading) eða einstökum þáttum eins og bragði, lykt eða áferð. Þessi próf eru algeng í gæðaeftirliti og lýsa gæðaeiginleikum matvæla.

Myndræn próf. Lýsa eiginleikum matvæla og breytingum á þeim. Það próf sem mest er notað í dag er QDA (Quantitative descriptive analysis), en þar gefst færi á að lýsa öllum eiginleikum matvæla, bragði, lykt, áferð og útliti á magnbundinn hátt. Myndræn próf eru mest notuð í vöruþróun og rannsóknum.

Til eru skynmatspróf sem leita eftir smekk viðkomandi einstaklings, áliti eða viðhorfi og eru notuð í neytendakönnunum.

Geðjunarpróf (hedonic test). Er þeirra algengast en það dregur nafn sitt af sögninni að geðjast að einhverju (hvernig líkar þér varan?) Einnig er hægt að nota parað val (mismunarpróf, þar sem spurt er hvort sýnið sé betra).

Í neytendakönnunum er einnig algengt að nota tíðnipróf (hversu oft borðarðu vöruna?)