Efnamælingar
Mikilvæg áhersluefni í efnamælingunum eru samsetning hráefnis og afurða í matvælavinnslu og fóðurgerð og þær breytingar á gæðum þeirra og öryggi sem verða við vinnslu og geymslu t.d. næringargildi, geymsluþol og stöðugleiki.
Fjölmargar efnamælingar eru framkvæmdar hjá Matís sem þjónusta við viðskiptavini, þær algengustu eru:
- Næringaefnasamsetning matvæla (prótein,fita, salt,vatn og aska)
- Gæðamælingar á fiski og fiskafurðum
- Mælingar á steinefnum, þungmálmum og ýmsum snefilefnum í matvælum, fóðri og umhverfissýnum
- Varnaefnamælingar á ávöxtum, grænmeti og kornvörum
Matís hefur faggildingu frá Swedac, sænsku faggildingastofunni á 8 almennum efnamælingum, varnarefnum og 1 aðferð fyrir snefilefni ( 9 málmar ).