Matvælaframleiðsla

Matvælaframleiðsla á Íslandi hefur gerbreyst frá því að land byggðist. Sérstaklega hefur breytingin verið mikið frá miðri öldinni og svo aftur frá upphafi níunda áratugarins. 
Þrátt fyrir miklar breytingar á matvælaframleiðslu á Íslandi frá því að land byggðist hefur matvælaframleiðsla Íslendinga ávallt skipt þjóðina miklu máli og síst hefur mikilvægi framleiðslunnar orðið minni undanfarin ár, með auknum ferðamannastraumi til landsins. 

Hvort sem við einbeitum okkur að landbúnaði, sjávarútvegi, líftækni til matvælaframleiðslu eða fiskeldi þá skiptir máli að hugað sé að umhverfis-, dýravelferðar-, lýðheilsu og matvælaöryggisþáttum þegar framleiða skal matvæli.