Lífefnasmiðja

Lífefnasmiðja Matís er staðsett í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12-14. Þar geta einstaklingar, frumkvöðlar og fyrirtæki komið og þróað áfram hugmyndir sínar að nýjum vörum sem hafa sérstaka lífvirka eiginleika.

Dæmi um slíkar vörur eru ensím sem framleidd eru til notkunar í matvælaframleiðslu, húðvörur sem innihalda lífvirk efni úr þörungum og fæðubótarefni þar sem búið er að einangra lífvirk peptíð, svo örfá dæmi séu tekin.

Lífefnasmiðjan er ólík líftæknismiðju Matís sem staðsett er í Verinu á Sauðárkróki en þar fara fram rannsóknir á lífvirkni hinna ýmsu efna. Lífefnasmiðjan er því hrein viðbót við starfsemi líftæknismiðjunnar og eðlilegt framhald vöruþróunar eftir að lífvirkni hefur verið staðfest.

Tækjakostur:

  • Þrívíddar matarprentari
  • Lífefnavinnslulína
  • Frostþurrkari
  • Úðaþurrkari
  • Smáþörungarækt
  • Síunarbúnaður